Stubbur - Notkunarskilmálar

Með því að nota appið Stubbur samþykkir þú sem notandi að fylgja þeim skilmálum sem hér koma fram. Skilmálar þessir eiga við um notkun á þjónustu Stubbs og þær upplýsingar sem notendur setja inn.

Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök notuð:

Notandi: Getur verið einstaklingur sem:
Skráir símanúmer hjá Stubb og kaupir miða í framhaldi
Stubbur/Stubb: Pez ehf., kt. 440511-0230, eigandi og rekstraraðili Stubbur app.

1. Stubbur er í samstarfi með KSÍ og ÍTF og er notkunarsamningur undiritaður á milli aðila.


2. Stubb er hægt að nota í tækjum sem styðjast við iOS og Android stýrikerfi. Stubbur býður upp á miðasölu í appi fyrir íþróttaleiki á Íslandi ásamt upplýsingum sem snúa að viðburðum hjá þeim aðilum sem selja þjónustu í appinu. Miðar sem eru keyptir í appinu gilda einungis á leiki í Pepsi Max og Inkasso deildum á þeim völlum sem viðeigandi leikur fer fram.


3. Miði sem er keyptur með appinu er gildur frá því hann er virkjaður og þangað til hann er óvirkjaður.


4. Tækið sem appið er notað á þarf að vera nettengt til að virkja og óvirkja miða.


5. Ekki er leyfilegt að gang inn á völl án þess að hafa virkjað miða og óvirkjað við hlið. Ef notandi segist ætla að óvirkja miða seinna eða það virkar ekki vegna ófyrirséða ástæðna er aðila í hliði heimilt að hleypa notanda ekki inn eða að vísa honum frá velli.


6. Það er með öllu óheimilt að falsa með einhverjum hætti miða eða villa á sér heimildir og verða þeir sem eru uppvísir að því kærðir til lögreglu.


7. Það er með öllu óheimilt að falsa með einhverjum hætti miða og verða þeir sem eru uppvísir að því að nota falsaða miða kærðir til lögreglu.


8. Ef símanúmer er afskráð geta miðar eyðst af viðkomandi tæki.


9. Hvern miða er einungis hægt að nota einu sinni. Ef hann er virkjaður dettur hann út.


10. Þegar gengið er inn á völlinn skal virkja miða og hann sýndur aðila í hliði. Aðili í hliði þarf að geta greint að miði sé virkur með hreyfingu á skjá og þarf að geta séð allan skjáinn. Óvirkja þarf í framhaldi miða sem tekur 2 sekúndur með því að halda á viðeigandi hnapp á tækinu. Aðila í hliði er heimilt að biðja notanda um að biðja notanda um að sýna sér frekari virkni í appinu þannig að sannreynt sé að um Stubbur appið sé að ræða.


11. Greiðsla vegna keyptra vara og miða er óendurkræf og ekki hægt að breyta greiddum miðum.


12. Hafi notandi keypt miða á vitlausan viðburð eða í vitlausum verðflokki er það alfarið á ábyrgð notanda og ekki hægt að breyta þeim miða. Aðila við hlið er óheimilt að hleypa notanda inn á vitlausum miða og eru afsakanir á við "ég keypti á vitlausan leik" ekki teknar gildar.


13. Andvirði keyptra vöru í Stubb er gjaldfært samstundis af korti notanda þegar miði er tilbúinn.


14. Hægt er að greiða fyrir miða með Visa, MasterCard og öðrum lausnum sbr. Kass og Aur.


15. SMS auðkenning er notuð til að tengja tæki við símanúmer og er símanúmer ekki notað á neinn annan hátt.


16. Ábyrgð: Notandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir öllum þeim upplýsingum sem hann ákveður að setja inn í Stubb sbr. kortanúmer og símanúmer.


17. Staðfesting skilmála Staðfesting á skilmálum þessum fara fram í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (hér eftir rrl). Með því að samþykkja skilmálana staðfestir notandi að hann hafi kynnt sér þá og sé þeim samþykkur.

18. Persónuupplýsingar Stubbur fer með persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90 27. júní 2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sjá persónuverndarstefnu Stubbs hér.


19. Íslensk lög gilda til úrlausnar í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp vegna skilmála þessara. Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða þjónustu Stubbs, skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


Ef upp koma spurningar, hafðu þá samband á skilmalar@stubbur.app